15. sunnudagur eftir Þrenningarhátíð

Náð sé með yður og friður frá Guði föður vorum og Drottni Jesú Kristi.

Mikið þykir mér vænt um þessa mynd sem sett hefur verið upp hér í salnum hér í Lindaskóla sem er fundarstaður, matsalur og diskótek þegar hann er ekki kirkja. Nú hefur þessi góða mynd, sem sýnir vígalega hnetti úti í himingeiminum, fengið hlutverk altaristöflu. Það var ekki síst út frá þessari mynd sem ég ákvað að talasvolítið við ykkur um stjörnufræði. Ég hef að vísu ekki mikinn áhuga á stjörnufræði en ég verð að viðurkenna að ég féll hreinlega í stafi um daginn þegar ég rataði inn á heimasíðu Hubble sjónaukans og skoðaði myndir og ýmsan fróðleik um uppgötvanir manna gegn um hann. Þá varð mér sannarlega hugsað til orða Davíðssálmanna:

Himnarnir segja frá Guðs dýrð, og festingin kunngjörir verkin hans handa. Hver dagurinn kennir öðrum, hver nóttin boðar annarri speki. Engin ræða, engin orð, ekki heyrist raust þeirra en þó fer hljómur þeirra um alla jörðina og orð þeirra ná til endimarka jarðarinnar.

Þökk sé Hubble geimsjónaukanum, sem var sendur út í geiminn árið 1990, að viðgetum séð meira af alheiminum en nokkru sinni áður. Segja má að Hubble sjónaukinn sýni okkur óendanleikann. Með honum getum við séð fyrirbæri í geimnum sem eru tveimur billjón sinnum ógreinilegri en minnstu stjörnur sem mannlegt auga fær greint frá jörðinni á heiðskírum himni um dimma nótt. Hægt er að greina stjörnuþokur sem eru svo langt í burtu að ljósið frá þeim tekur 13 -16 milljarða ára að ná til okkar. Eitt ljósár er um 10 trilljónkílómetrar en þessar stjörnuþokur eru um 160 septiljón kílómetra í burtu frá okkur.

Þessi tala er svo stjarnfræðilega há að ef eitthvert okkar tæki sig til eftir guðsþjónustuna í dag og byrjaði að telja frá einum og upp í 160 septilljón þá myndi sá eða sú ekki gera neitt annað næstu hundrað milljarða ára eða svo.

Himnarnir segja frá Guðs dýrð!

En ef himnarnir segja frá Guðs dýrð þá er augljóst mál að Guð hefur nóg að gera. Að ekki sé minnst á órannsakanlega vegi lífsins hér á jörðinni sem Guð hefur skapað. Viðvitum að lífverur innan vistkerfisins eru háðar hvorri annarri og hver einstaklingur, meira að Segja blómin og grösin, eru stórkostlega flókin að gerð. Líffæri líkamans þurfa að vinnasaman, en þó hvert að sínu hlutverki, og útlimirnir þurfa að láta að stjórn. Hver einasta fruma líkamans hefur hlutverk. Já hver líkami er lítill alheimur út af fyrir sig.

Ef það er Guð sem stendur að baki þessu öllu, hannar, framkvæmir og viðheldur þá er Guð óskaplega, óskaplega upptekinn. Ég get ekki að því gert að stundum hugsa ég með mér; Ef Guð þarf að hugsa um þetta allt, af hverju ætti hann að gefa mér einhvern gaum? Kannski hugsið þið stundum eitthvað svipað. Ef svo er þá hefur Guð merkilegarfréttir að færa okkur í fyrri ritningarlestri dagsins í dag:

Hvort fær kona gleymt brjóstbarni sínu, að hún miskunni eigi lífsafkvæmi sínu? Og þó þær gætu gleymt gleymi ég þér samt ekki! Sjá, ég hefi rist þig á lófa mína.

Ég hef rist þig á lófa mína?!

Ég hef mikið velt því fyrir mér hvað átt er við með þessu og hvaða þýðingu það hefur að Guð hafi rist okkur á lófa sína. Það er jú þannig að hendur okkar eru okkur mikilvægar til dæmis til að sýna hvert öðru umhyggju og kærleika.

Við heilsum með handabandi, vefjum hvort annað örmum þegar við viljum sýna hlýju og ástúð. Við getum unnið hvert öðru svo margt gott með verkum handa okkar. En er það kærleiksverk að rista hvert annað á lófa okkar?

Mér hugsað til ákveðins atviks nú í sumar þegar ég var að bera á pallinn fyrir utan húsið mitt. Þar sem ég var að bisa við að opna dósina með pallaolíunni þá skrámaði ég mig leiðinlega í lófann. Það blæddi svolítið en ekkert alvarlega og ég ákvað að gera ekkert í málinu og hélt bara áfram að bera á, enda fann ég ekkert til í fyrstu.

Þegar leið á daginn fór ég æ meira að finna fyrir sárinu lófanum. Hvert handtak varðsífellt óþægilegra. Því lengur sem ég hélt áfram að bera á því meira var ég minntur á sárið.

Sjá, ég hefi rist þig á lófa mína!

Guð hefur rist okkur á lófa sína og það þýðir að hversu upptekinn sem hann er úti í óravíddum himingeimsins eða inni í smæstu eindum frumunnar þá getur hann ekki gleymt okkur.

Þegar ritningin talar um Guð að skapa þá finnst manni stundum eins og verið sé að lýsa himneskum handlögnum iðnaðarmanni sem fær útrás fyrir verkþörf sína, mátt og kærleika með því að skapa líf og fegurð. En fall mannsins kallaði á að hann gerði meira en að dunda sér við að skapa heiminn og gefa líf. Svo elskaði hann heiminn að hann gerðist einn af okkur, fæddist sem maður og gaf sjálfan sig að fullu fyrir okkur mennina.

Þegar ritningin talar um verk Guðs í Jesú Kristi, höfnun manna á honum, pínu og dauða þá er ljóst að Guð hefur sjálfur gengið alla leið. Hann dó á krossinum.

Hann sigraði sjálfan dauðann! Og þegar Jesús upprisinn hitti lærisveinana sagði hann, “sjáið hendur mínar.” Og Tómasi bauð hann að snerta hendur sínar svo hann mætti sannfærast. Og við okkur, nýstofnaðan söfnuð, segir hann:

Sjá, ég hefi rist þig á lófa mína. – Ég get ekki gleymt þér…efastu ekki, trúðu.

Ég er með þér í verki!

Jafnvel þegar Guð leggur harðast að sér þá minnist hann okkar. Þar sem kirkjan í Lindaprestakalli mun eiga sér skjól innan veggja Lindaskóla næstu árin er við hæfi að ég fari nokkrum orðum um trú og menntun. Guð snertir líf okkar og annast okkur á óteljandi vegu.

Ef himningeimurinn væri ekki ofinn nákvæmlega eins og hann er í sólkerfi okkar þá væri ekkert líf! Ef við værum ekki hönnuð og sköpuð á þennan undursamlega hátt sem raun ber vitni og hægt er að skoða niður í minnstu eindir þá væri ekkert líf! Án þessarrar flóknu hönnunar gæti líf ekki þrifist, hvað þá þróast. Að ekki sé talað um allt það sem gefur lífinu lit og gildi; tilfinningarnar, rökin, söguna, tungumálin, ástina, efnahagsmálin, fegurðina, dómskerfið, siðferðið og síðast en ekki síst TRÚNA. Trúin og menntunin eiga að spilasaman því góð menntun leiðir til trúar og trúin hlýtur að leiða til enn meiri þorsta í að skiljalífið, sköpunina, enn betur.

Sjá, ég hefi rist þig á lófa mína.

Dýrð sé Guði, föður og syni og heilögum anda, svo sem var í upphafi er enn og verða mun um aldir alda.