Hver er ég og
hvað er ég að pæla?

Ég heiti Guðmundur Karl Brynjarsson og er fæddur og alinn upp í Keflavík. Ég er sóknarprestur í Lindakirkju í Kópavogi og hef þjónað þar frá stofnun safnaðarins 2002. Þar áður þjónaði ég Hjallakirkju, Skagastrandarprestakalli og sem skólaprestur Kristilegu Skólahreyfingarinnar.

Hér vil ég hafa sem flest á einum stað; tónlistina mína, myndbönd, prédikanir, ljóð og myndir af myndum sem ég dunda mér stundum við að mála og teikna.