Ég læt fylgja mynd af bókinni og ljóðin á pdf skjali, sem mér að vísu meinilla við því bókin er þeirrar gerðar að hana þarf eiginlega að upplifa með augum og höndum. Má nefna að þegar bókin er opnuð eru blaðsíðurnar huldar himnu sem lesandinn þarf að rjúfa svo bókin fæðist í höndum hans. Gormabindingin er prakkaraskapur því mig langaði til að kjölur bókarinnar passaði ekki hefðbundnum bókasafnsmerkingum og skæri sig úr öðrum bókum þar sem hún væri í hillu.
Ef þig langar að fara á hvolf í HVOLF má bjarga því fyrir litlar 2000 kr. Póstsending er innifalin.
Hönnun bókarinnar var samvinnuverkefni okkar Rakelar Tómasdóttur.
Kápumynd tók Jón Rúnar Hilmarsson
Útgefandi Risamyndir 2016