Myndbandið Í sjöunda himni var gert við samnefnt kynningarlag fyrir sunnudagaskólann sem ég samdi fyrir Fræðsludeild kirkjunnar. Myndbandið var tekið upp í Kálfatjarnarkirkju og víðar sumarið 2016.
Myndbandið við jólalagið Stjörnubjarta nótt er þannig til komið að síðla Covidhaustsins 2020 var orðið ljóst að lítið yrði um helgihald í kirkjum þau jól vegna samkomutakmarkana. Sóknarnefnd Lindakirkju ákvað að leggja metnað í útgáfu jólalags og meðfylgjandi myndbands. Það var mér mikill heiður að Óskar Einarsson skyldi velja lagið mitt í það verkefni. Kórinn mætti í litlum hópum í upptökurnar með tilheyrandi tveggja metra reglu.
Óskar Einarsson útsetti lagið. Regína Ósk syngur einsöng með Kór Lindakirkju. Myndbandið gerði Sindri Reyr Einarsson.