Ég hlusta mikið á tónlist og er nánast alæta á hana. Þegar ég gríp í hljóðfærin er ég hinsvegar lítið að spila lög eftir aðra. Lög og lagastef eiga það til að elta mig uppi. Ég syng þessi stef inn á símann, prufa þau áfram og þróa. Fæst þeirra ná eitthvað lengra því ég er mjög krítískur á eigin lagasmíðar en sumar þeirra vinn ég meira með. Þar hef ég notið mikillar hjálpar Óskars Einarssonar, sem hefur útsett mörg af lögum mínum og svo nýt ég forréttindastöðu með að vinna með Kór Lindakirkju sem hefur flutt þau. Hér fyrir neðan eru nokkur tóndæmi um það. Ég hef líka sett saman hljómsveitir og flutt eigið efni við ýmis tilefni en á því miður engar almennilegar upptökur af því.

Ég sem oftast eigin texta en stundum koma lögin til mín þegar ég les ljóð eftir aðra. Dæmi um það er eitt meðfylgjandi laga, Guð, sem kom í hugann við lestur ljóðs Ísaks Harðarsonar.

Guð

Lag: Guðmundur Karl
Ljóð: Ísak Harðarson
Flytjandi: Kór Lindakirkju og Óskar Einarsson

Sú trú sem fjöllin flytur

Lag: Guðmundur Karl Brynjarsson

Ljóð: Helgi Hálfdánarson sb. 83

Flytjandi: Kór Lindakirkju og Óskar Einarsson

Hallelúja

Lag: Áslaug Helga Hálfdánardóttir
Texti: Guðmundur Karl Brynjarsson
Flytjendur: Áslaug Helga, Kór Lindakirkju og hljómsveit.

Lokin á upphafinu

Lag og texti: David Phelps
Þýðing: Guðmundur Karl Brynjarsson
Flytjendur: Sigurður Ingimarsson, Kór Lindakirkju og hljómsveit.

Stjörnubjarta nótt

Lag og texti: Guðmundur Karl Brynjarsson
Útsetning: Óskar Einarsson
Flytjendur: Regína Ósk, Kór Lindakirkju og hljómsveit.